Nýr og ferskur nómvember-Pési

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Nýr og ferskur nóvember-Pési er kominn út. Að vanda er farið vítt og breitt yfir málefni hreppsins í Pésanum og eitthvað er farið að bera á því að ritstjórinn sé að komast í jólastuð þó jóla-Pési komi ekki út fyrr en í desember. Í Pésanum er meðal annars fjallað um sorpurðunarmál á Suðurlandi. Þessi umræða fer fyrir brjóstið á Pésa þar sem hann er ekki sáttur við að grafreitur hans flytjist til Reykjavíkur. Lífræni Pési vill enda lífdaga sína á Suðurlandi enda þykir honum ekki vænna um neinn stað á jarðríki.

Meðal efnis í nóvember-Pésa:

  • 80 ára afmæli Flúðaskóla
  • Sölusýning í reiðhöllinni
  • Sönghátíð á Selfossi
  • Fjárhagsáætlun 2010
  • Breyttur opnunartími sundlaugarinnar
  • Sorpmálin
  • Mótmæli garðyrkjubænda
  • Ljósmyndari heiðraður
  • Fiskitalningar í Litlu-Laxá

Allt of langt mál yrði að telja upp allt efni Pésa. Betra er bara að skella sér í að lesa hann.