Nýr sveitarstjóri hefur tekið til starfa

evaadmin Nýjar fréttir

Nýr sveitarstjóri, Aldís Hafsteinsdóttir, tók til starfa í liðinni viku.

Aldís hefur verið bæjarstjóri Hveragerðisbæjar síðastliðin sextán ár og er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hefur hún því víðtæka reynslu af þeim fjölbreyttu verkefnum sem sveitarfélög sinna.

„í sumar hef ég notað tímann til búa mig undir starf sveitarstjóra hér í Hrunamannahreppi. Hef ekið hér um sveitir og kynnt mér umhverfið og staðhætti.  Þetta er afskaplega fallegt svæði, hér eru stöndug bú og líflegur og skemmtilegur þéttbýliskjarni þar sem í boði er fjölbreytt þjónusta.  Svo er í hreppnum gott mannlíf, skilst mér, sem er ávallt undirstaða góðs samfélags. Svo skemmir nú ekki fyrir að umhverfið er einstaklega fallegt og mikilir möguleikar til fjölbreyttrar útivistar“ segir Aldís.

Aldís er gift Lárusi Inga Friðfinnssyni, matreiðslumeistara og starfsmanni Kjörís.  Þau eiga samtals 4 börn og 6 barnabörn, allt afar skemmtilega unga stráka.  Þau hafa þegar flutt lögheimili sitt í Hrunamannahrepp.

Aldís tekur við af Jóni G. Valgeirssyni sem fljótlega tekur til starfa sem sveitarstjóri í Rangárþingi Ytra.  Erum honum þökkuð góð störf í þágu Hrunamannahrepps undanfarin ár og velfarnaðar í nýju starfi.

Gæti verið mynd af 2 manns, people standing og innanhúss