Október – Pési að stálpast

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Nokkuð er síðan Október-Pésinn leit dagsins ljós en samt er vert að geta um það helsta sem fjallað er um í honum svo hann móðgist nú ekki blessaður. Pési er nefnilega fremur hégómlegur og vill að sín sé getið sem oftast og um sig fjallað. Sumir kalla þetta athyglissýki en Pési segir að hlutverk sitt sé að upplýsa fólk um hvaðeina sem gerist í hreppnum og þess vegna vill hann vera milli tannanna á fólki, en hann er líka fús að hlusta á aðra og segja frá því. Bara hafa samband.

Meðal efnis er:

  • Nágrannavarsla
  • Lausir hundar
  • Uppskeruhátíðin
  • Afmæli Hrepphólakirkju
  • Fréttir frá ZERO
  • Prjónakaffi
  • Auglýsingar og fleira og fleira.