Skýrsla frá Fornleifastofnun Íslands vegna fornleifarannsókna í landi Grafar

evaadmin Nýjar fréttir

Úrvinnslu fornleifarannsókna sem unnar voru í landi Grafar í fyrra er nú lokið. Þetta verkefni varð mun stærra en til stóð í upphafi enda kom mikið af minjum í ljós í framkvæmdunum. Í skýrslunni er farið vandlega yfir allt þetta ferli, hvernig áður óþekktar minjar komu í ljós, hvernig Minjastofnun setti fram nýjar kröfur og hvernig verkinu vatt fram.   …

Skipulagsauglýsing UTU, 16. júní 2022

evaadmin Nýjar fréttir

Meðfylgjandi skipulagsauglýsing UTU birtist í dag 16. júní 2022 í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu. Auk þess birtist hún á heimasíðu UTU https://www.utu.is/   Þetta eru mál í Ásahreppi, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.   Linkur á síðu UTU: https://www.utu.is/skipulagsauglysingar/ Eða beint á auglýsinguna sjálfa: https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-16-juni-2022/

Leikskólinn Undraland auglýsir eftir húsnæði

evaadmin Nýjar fréttir

  Leikskólinn Undraland leitar eftir góðu húsnæði fyrir umsækjanda um starf við skólann. Um væri að ræða þriggja herbergja íbúð eða hús til langtímaleigu. Vinsamlegast hafið samband við leikskólastjóra og eða oddvita Jón Bjarnason ef þið búið svo vel að hafa húsnæði til leigu frá og með 1. ágúst 2022

Atvinna – Bókasafn Hrunamanna

evaadmin Nýjar fréttir

Hrunamannahreppur óskar eftir starfsmanni í 50% starf forstöðumanns Bókasafns Hrunamanna.  Laun eru skv. kjarasamningum Félags opinberra starfsmanna.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í lok ágúst n.k.  Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri Hrunamannahrepps í síma 480 6600 eða hruni@fludir.is.  Umsóknum skal skila á skrifstofu Hrunamannahrepps í síðasta lagi 20. júní n.k.

Sundlaugin Flúðum – Lokuð

evaadmin Nýjar fréttir

Sundlaugin verđur lokuđ mànudaginn 30. maí, þriđjudaginn 31.maí og miđvikudaginn 1.júní vegna þrifa. Opnum aftur föstudaginn 3. jùnì kl 13:00, fyrsti dagurinn ì sumaropnun.

Atvinna: Íþrótta- og áhaldahús/sundlaug

evaadmin Nýjar fréttir

Hrunamannahreppur óskar eftir starfsmanni í 100% starf í íþrótta- og áhaldahúsi/sundlaug.  Annars vegar er um að ræða 80% starf sem húsvörður í íþrótthúsinu á Flúðum og hins vegar 20% starf í áhaldahúsi/sundlaug vegna barna í sundlaug á skólatíma og annarra verkefna á vegum sveitarfélagsins.  Laun eru skv. kjarasamningum Félags opinberra starfsmanna.   Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. …

Stafræn umbreyting sveitarfélaga

evaadmin Nýjar fréttir

Stafrænt umbreytingateymi sambandsins, sem vinnur með öllum sveitarfélögum, vill vekja athygli á málþingi um samstarf sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu með áherslu á samvinnuverkefnin, stöðuna og lagaumhverfið. Málþingið verður haldið rafrænt á Teams þann 1.júní næstkomandi kl. 9-12.