Páskamót í frjálsum íþróttum

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Páskamót í frjálsum

Hið árlega páskamót í frjálsum íþróttum verður haldið í íþróttahúsinu á Flúðum laugardaginn 19. apríl 2014 og hefst það kl. 13:00.

Keppt verður í mörgum flokkum að venju og keppnisgreinar eru m.a. langstökk án atr., hástökki m. atr., þrístökk án atr. , kúluvarp og spretthlaup.

Þátttökuskjöl verða veitt keppendum en að auki mun heppinn keppandi fá óvæntan glaðning.

Skráning er á staðnum. Allir, ungir jafnt sem aldnir, eru hvattir til að koma og keppa og hafa gaman af. Sjáumst sem flest.

Ungmennafélag Hrunamanna