Prjónakaffi

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Prjónakaffið vinsæla, sem haldið hefur verið á Kaffi Grund, flyst yfir í
handmenntastofu Flúðaskóla.
Allt áhugafólk um hvers konar handverk, velkomið. Frábær aðstaða sem við
fáum í skólanum. Komum saman og miðlum hvert öðru af hugmyndum og reynslu
og hefjum handverk af öllum toga til vegs og virðingar.
Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar
kl. 20.00.
Hittumst næst þriðjudaginn 3. nóvember.
Heitt á könnunni:).
Í handmenntastofu Flúðaskóla
á annarri hæð
íþróttahússins (gamla leikskólanum).

Með kveðju
frá áhugafólki um handverk.