Ragnar kjörinn oddviti

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

 oddviti ragnar

Á fundi hreppsnefndar fimmtudaginn 25. júní var Ragnar Magnússon kjörinn oddviti Hrunamannahrepps í stað Sigurðar Inga Jóhannssonar sem hefur tekið sæti á Alþingi. Sigurður starfaði áður sem dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands og hafði verið oddviti um árabil. Ragnar er bóndi í Birtingaholti, þar sem hann rekur stórt kúabú.