Auglýst er eftir áhugasömum aðila eða aðilum til að taka að sér refa- og minkaveiði í Hrunamannahreppi. Um er að ræða leit á grenjum vegns refs vorið og sumarið 2020 og eftir atvikum vetrarveiði á ref og veiðar á mink eftir aðstæðum. Veiðisvæðið er neðri hluti Hrunamannahrepps. Veiðin og grenjaleitin skal unnin í samvinnu við aðra ráðna veiðimenn sveitarfélagsins.
Kröfur eru gerðar til almennrar þekkingar á staðháttum, réttindum og kunnáttu um meðferð skotvopna.
Umsóknarfrestur er til 1. maí nk og skal umsóknum skilað á skrifstofu Hrunamannahrepps.
Allar nánari upplýsingar er að fá hjá sveitarstjóra í síma 480-6600, netfang: jon@fludir.is