Risa útihátíð Bylgjunnar og Olís á Flúðum

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Bylgjulestin hefur viðkomu á Flúðum helgina 15.-17 júlí og á laugardeginum verður sannkölluð sumarsprengja í bænum.

Úrvalslið skemmtikrafta á sviði á laugardaginn
Á móti sól, hljómsveitin Jón Jónsson, Vinir Sjonna,
Dalton flokkurinn, söngvarar úr söngleiknum Hárinu, Ingó Veðurguð, Pétur Ben og Eberg,
Jón Víðis töframaður, og Jóhanna Guðrún.

Auk þess verða leiktæki fyrir börnin, ískalt Coke og gómsætar pylsur frá SS á grillinu fyrir viðstadda
og ómælt magn af grænmeti frá garðyrkjubændum á Flúðum. 

Bylgjan verður í beinni á föstudaginn og  Ævintýraeyjan með  Hemma Gunn og Svansí á laugardaginn.

Dregið verður í Ævintýraeyjunni, stimpilleik Olís og Gluggapóstur Bylgjunnar kemur í öll hús á Flúðum fyrir helgi.
Hengdu hann út í glugga og við bönkum kannski upp á með glaðning fyrir fjölskylduna.
Hátíðinni lýkur svo á laugardagskvöldið með stuðdansleik Bylgjunnar á Útlaganum með hljómsveitinni Á móti sól.