Rusladagur Hrunamannahrepps

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Safnast verður saman við Félagsheimilið og ruslapokar og einnota hanskar verða á staðnum. Gott er að mæta tímanlega á staðinn.

Skorað er á alla íbúa sveitarfélagsins að fjarlægja allt rusl af umráðasvæði sínu og stuðla þannig að því að fallegi hreppurinn okkar líti enn betur út og verði okkur öllum til sóma.

Umhverfisnefnd Hrunamannahrepps mælist til að eigendur fyrirtækja og fólk á lögbýlum noti tækifærið og hreinsi til í kringum starfsemi sína og jarðir. Gaman væri að landeigendur tíni rusl með vegum fyrir sínu landi.

Ruslabrenna verður venju samkvæmt upp úr kl: 18:00 á gámasvæðinu og síðan er öllum boðið í grillveislu í framhaldinu niður í Torfdal.

Með vinsemd og virðingu,

Umhverfisnefnd

og

Sigrún Pálsdóttir, Ruslamálaráðherra 2014.