Rusladagur í Hrunamannahreppi

Marta Jónsdóttir Nýjar fréttir

Þá er ætlunin að þakka fyrir góða frammistöðu með þvi að bjóða upp á pylsur og svaladrykk við skólann í hádeginu og eru allir þátttakendur velkomnir þangað. Skorað er á alla íbúa sveitarfélagsins að fjarlægja allt rusl af umráðasvæði sínu og stuðla þannig að því að fallegi hreppurinn okkar líti enn betur út og verði okkur öllum til sóma.

Ruslabrenna verður venju samkvæmt  um kl: 18:00 á gámasvæðinu.

Hvatt er til þess að dósir og flöskur flokkist sér, krakkarnir í 9. bekk stefna á Danmerkurferð í haust þannig að tilvalið er að afhenda þeim slíkar umbúðir til fjáröflunar.   

Rétt er að minna á að hægt er að fá járnagáma endurgjaldslaust þar sem þeirra er þörf með því einu að hafa samband við Tómas Þóri Jónsson í síma 899 3092. Gámasvæðið er alltaf opið og Tómas Þórir er ávallt tilbúinn að aðstoða við flokkun rusls og annað sem snýr að sorpmálum.

Ef svo óheppilega og ólíklega vill til að jörð verði ekki auð og/eða veðráttan óhagstæð þann 26. apríl verður hreinsunarátakinu frestað og fundinn heppilegur dagur í maí.

Með vinsemd og virðingu,

Gunnar Þór Jóhannesson Ruslamálaráðherra 2013,                 sími: 868 1245