Rusladagur

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Föstudaginn 1. júní verður haldinn rusladagur. Hefst hann kl 16:00 með mætingu við Félagsheimilisplanið að vestanverðu þar sem ruslamálaráðherra skipar í leitir og fólk fær afhenta ruslapoka. Þeir Íbúar Flúðahverfisins sem eiga pallbíla, kerrur eða öflugar dráttarvélar eru beðnir að koma með þau tæki og tól á staðinn.

Umhverfisnefnd Hrunamannahrepps mælist til að fyrirtækjaeigendur og fólk á lögbýlum nýti vikuna á undan til að snyrta í kringum starfsemi sína og jarðir, einnig að landeigendur tíni rusl með vegum fyrir sínu landi þannig að við getum öll fagnað saman í hreinni sveit á rusladaginn.

Virðingarfyllst

Kristján Þórðarson Ruslamálaráðherra og umhverfisnefnd.