Rusla/dósatínsla/Verslunarmannahelgin

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hrunamannahreppur óskar eftir áhugasömum aðila til tína rusl/dósir á Flúðum um næstu verslunarmannahelgi.

Verkið felur í sér að tína rusl og dósir á Flúðum fjóra morgna frá föstudegi að telja.  Miðað er við að búið sé að hreinsa svæðið fyrir kl. 8:00.

Sem endurgjald fyrir verkið greiðir Hrunamannahreppur kr. 100.000 auk þess sem viðkomandi eignast allar skilagjaldsskildar umbúðir sem hann getur safnað saman.   Hrunamannahreppur getur jafnframt aðstoðað við að útvega verkfæri vegna verksins.

 

Áhugasamir hafi samband í netföngin fludirumverslo@gmail.com eða hruni@fludir.is