Safnarasýning Upplits

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

 

Gert er ráð fyrir að sýningin standi frá kl. 13 til 17 laugardaginn 3. nóvember og að safnararnir verði á staðnum á meðan á henni stendur til að sýna söfnin sín og svara spurningum gesta. Í félagsheimilinu verður stillt upp borðum til að raða söfnunum á, en safnarar verða sjálfir að sjá fyrir kössum, skápum eða öðrum hirslum til að geyma safngripina í ef borðin duga ekki. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í sýningunni eru hvattir til hafa samband við sýningarstjórana Skúla Sæland (663 9010 / skulisael@gmail.com) eða Önnu Kristjönu Ásmundsdóttur (896 6430 / anna@fludaskoli.is) og tryggja sér borð.

 

Safnarar allra uppsveita sameinist – og sýnið sveitungunum dýrgripina ykkar, þó ekki væri nema þennan eina dag! Einnig ætti þetta að vera kærkomið tækifæri fyrir safnara að hitta aðra safnara og skiptast á upplýsingum og skoðunum um söfnin.

upplit_25x30