Sauðfjárfélagið fær úthlutun úr Þjóðhátíðarsjóði

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Þjóðhátíðarsjóður úthlutaði styrkjum fyrir árið 2011 nú á dögunum.

Alls bárust 273 umsóknir, úthlutað var að þessu sinni 59 styrkjum að upphæð 35 millj. krónar og hlutu 8 aðilar eða verkefni hæstu styrkina, 1 milljón króna.

Á meðal þeirra var Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna til endurgerðar á Hrunaréttum og varðveislu á eyktarnöfnum og notkun sólarklukku.