Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir vegna íþróttaiðkunar veturinn 2020-2021

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Komnar eru reglur um úthlutun og  umsóknareyðublað um sérstakan íþrótta- og frístundastyrki fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi.

Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og frístundastyrkjum sveitarfélaga.

Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn. Sveitarfélögin annast afgreiðslu styrkumsókna eftir að búið er að kanna rétt til styrksins inni á Ísland.is.

Styrkina er hægt er að nota til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistanáms eða annarra frístunda. Sveitarfélög setja reglur um úthlutun styrkjanna en fyrirkomulag getur verið breytilegt á milli sveitarfélaga til dæmis varðandi hvaða íþrótta- og frístundastarf er styrkhæft, hvaða gögnum beri að skila með umsókn og afgreiðslutími umsókna. Nánar um reglur Hrunamannahrepps  er að finna hér undir sérstakur íþrótta- og frístundastyrkur og umsókn er hér