Sigurður er algengasta nafnið í Hrunamannahrepp

evaadmin Nýjar fréttir

Þjóðskrá hefur nýverið tekið upp þá nýbreytni að birta á vef stofnunarinnar skýrslur er innihalda ýmsar tölulegar staðreyndir um sveitarfélög landsins.  Er afar fróðlegt og skemmtilegt að skoða þessar skýrslur en ný kemur um hver mánaðamót.  Á fundi sveitarstjórnar þann 18. ágúst var nýjasta skýrslan um Hrunamannahrepp lögð fram til kynningar.  Sveitarstjórn fagnaði á fundinum sjálfvirkri skýrslugerð Þjóðskrár þar sem fram koma ýmsar tölulegar staðreyndir um Hrunamannahrepp. Í skýrslu ágústmánaðar sem kemur fram að íbúum hefur fjölgað í Hrunamannahreppi  um 27 frá 1. desember 2021 og eru þeir nú 855 talsins. Erlendir ríkisborgarar eru 27,1% af heildaríbúatölu hreppsins. Í Hrunamannahreppi eru nú 278 íbúðir í sérbýli, 39 íbúðir í fjölbýlishúsum og 384 sumarhús.

 

Meðalaldur kaupenda húsnæðis í Hrunamannahrepp fer lækkandi og er nú 42,8 ár. Þegar horft er til fyrstu kaupenda þá er meðalaldur þeirra 27,6 ár og þeir keyptu íbúðir sem voru að meðaltali 154,4 m2. Til gamans má geta þess að algengasta nafnið í Hrunamannahreppi er Sigurður(14) en fast á hæla því fylgir Anna(13) og svo Margrét(11).

 

Aldís Hafsteinsdóttir
Sveitarstjóri