Skaftholtsréttir 14. september – Vegurinn við Þrándarholt lokaður

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 Tafir á umferð  á þjóðvegum nr. 30 og 32

Tafir verða á umferð á þjóðvegi  nr. 32, Þjórsárdalsvegi, vegna fjárrekstra fimmtudaginn 13. september,

frá Búrfellsvirkjun og að Fossnesi. Frá kl. 11:00 – 21 :00 en hjáleiðir þó færar að hluta.

Föstudaginn 14. september á þjóðvegi nr. 32  frá Fossnesi að Skaftholtsréttum kl. 08:00 – 13:00 en hjáleiðir eru þó færar að hluta.

Þann sama dag, 14. Sept.  verður  Þjórsárdalsvegur  nr. 32 frá Þrándarholti  að  Sandlækjarholti,  ( Sandlækjarmýri)

 lokaður  frá kl. 16:00 – 18:00,    hjáleið aðeins fær um Landsveit!

Laugardaginn 15. september geta orðið smávægilegar tafir á vegi  nr. 30 Skeiðavegi kl. 13:00 og eitthvað fram eftir degi.

Nánari upplýsingar á heimasíðu http:// www. skeidgnup.is