Skólaakstur í Norðurbæ

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Miðvikudaginn 15. September var oddvita Hrunamannahrepps, Ragnari Magnússyni afhent yfirlýsing vegna niðurfellingar á skólaakstri úr Norðurbænum. Um 70 íbúar hreppsins undirrituðu yfirlýsinguna.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Flúðum, 13. september 2010.

Yfirlýsing

íbúa vegna skerðingar á öryggi barna í norðurhluta Flúðahverfis í Hrunamannahreppi.


Við undirritaðir íbúar í norðurbæ á Flúðum mótmælum niðurfellingu á skólaakstri á Flúðum og að það skuli gert áður en fullt öryggi barna og annarra gangandi vegfarenda til og frá norðurbænum að skólanum og nágrenni hans sé tryggt svo velsæmandi sé. þetta er sérstaklega varasamt þar sem um lítil börn er að ræða sem hvorki þekkja umferðina til hlýtar, né kunna að bregðast rétt við aðstæðum þegar og ef hættu ber að höndum.

Þær athugasemdir sem við höfum eru í stuttu mál eftirfarandi:

 1. Umferð gangandi vegfarenda yfir brúna yfir Litlu-Laxá er í mikilli hættu vegna nálægðar við hina akandi umferð. Þetta á sérstaklega við stóra bíla sem eins og margir aðrir aka um svæðið á miklum hraða. ekki aðeins er nálægðin mikil, heldur líka hávaði, beinn loftþrýstingur sem kemur af akandi umferð, heldur líka ryk eða bleyta sem gengur yfir gangandi vegfarendur sem staddir eru á brúnni. Í skammdegi þegar birtu tekur að bregða og almenn ökuskilyrði versna, eykst hætta fyrir gangandi vegfarendur til muna.
 2. Umferð gangandi yfir þjóðveginn bæði á móts við Högnastíg, en þó sérstaklega við Hofatún getur verið stór varasöm, sérstaklega fyrir lítil börn og þegar færð tekur að versna. Þetta er sérstaklega bagalegt þar sem umferð er mjög hröð á þessu svæði, langt umfram leyfilegan  hámarkshraða, en eins og vitað er, er umferðaeftirlit á svæðinu því sem ekkert. Þessar aðstæður eru enn verii í skammdeginu og við slæmar akstursaðstæður. Sjónlína fyrir akandi umferð í suðurátt að Hofatúni er í raun hættulega lítil, jafnvel þó gangbraut sé merkt á svæðinu.
 3. Gatnalýsing uppfyllir hvergi nærri þær kröfur sem gerðar eru til sambærilegra aðstæða, hvorki við fyrrnefnd gatnamót, né við þjóðveginn almennt.
 4. Hálkueyðing og snjómokstur er ábótavant og þó ekki hafi borið mikið á snjó undanfarin ár, er ekki heppilegt að treysta á slíkt í sparnaðarskyni. Snjó er venjuleg rutt af aksturleið yfir á gangbrautir og þá munu börnin eðlilega freistast til ganga þar sem minni snjór er með augljósri hættu.
 5. Þjóðhagslega óhagkvæmt að einkabílar þurfi að aka börnum í skólann, það eykur umferð og slysahættu á álagstímum.

Við teljum að elita eigi annarra leiða til sparnaðar en með því að fella niður þennan skólaakstur og stefna öryggi skólabarna í hættu. Reyndar hefur ekki verið sýnt fram á að hver sparnaðurinn af þessari niðurfellingu verður, eða hvers vegna hann er nauðsynlegur.                                                 Teljum við brýnt að hreppsnefnd sýni það með óyggjandi hætti að þessi niðurskurður sé nauðsynlegur og að ekki megi ná fram hagærðingu í öðrum rekstri, án þess að skapa hættuástand fyrir skólabörn í hreppnum. Að öðrum kosti verði skólaakrsti haldiðáfram, a.m.k. þar tilfullnægjandi aðgerða hefur verið gipið til.

Þær eru:

 1. Varanleg lækkun umferðarhraða eftir þjóðveginum í gegnum Flúðahverfi.
 2. Mun betri aðskilnaður gangandi og akandi umferðar yfir Litlu-Laxárbrúna og upp brekkuna fyrir neðan Grund.
 3. Fullnægjandi lýsing meðfram þjóðveginum frá Ljónastíg að félagsheimilinu og grunnskólanum að lágmarki.
 4. Gangbrautarmerkingar sem uppfylla nútíma öryggis skilyrði á nauðsynlegum stöðum.
 5. Tryggingu að snjó verði rutt af gangbrautum þar sem þær eru, þannig að börn þurfi ekki að ganga eftir akbrautum.
 6. Gangstíga vantar á Smiðjustíg, Ljónastíg, Ásastíg, Högnastíg og Hofatún.

Virðingafyllst

Þröstur Jónsson                           Magnús Víðir Guðmundsson

_________________                 _____________________

p9154447


Á myndinni sést Þröstur Jónsson afhenda oddvita undirskriftarlistann og aðrir á myndinni eru:, Kristín Karolína, Sigrún ,Guðmundur Ísak og Magnús Víðir.