Sorphirða á nýju ári

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Kæru íbúar

Vegna tafa verður ekki hægt að keyra brúnu tunnuna út fyrr en seinnipartinn í næstu viku. Einnig verður fræðsluefni tengt breytingunum dreift á öll heimili.

Þeir sem nú þegar eru byrjaðir að flokka lífrænt frá verða því að setja það í gráu tunnuna eða geyma það,  þangað til sú brúna mætir. Hægt er að byrja að nýta bláu tunnuna undir endurvinnanlegt efni núna. Trúlega eru þó flestar orðnar fullar eftir jólin en hún verður tæmd í næstu viku. Á meðan bendum við á plast og pappagáma á gámasvæðinu. Við hörmum það að ekki náðist að hafa hlutina alveg tilbúna nú um áramót og vonum að þið sýnið þessu skilning. Gleðilegt flokkunarár 😊