Stafræn umbreyting sveitarfélaga

evaadmin Nýjar fréttir

Stafrænt umbreytingateymi sambandsins, sem vinnur með öllum sveitarfélögum, vill vekja athygli á málþingi um samstarf sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu með áherslu á samvinnuverkefnin, stöðuna og lagaumhverfið. Málþingið verður haldið rafrænt á Teams þann 1.júní næstkomandi kl. 9-12.

Sveitarfélögin í landinu þurfa að nýta sér nútímatækni við umbætur á þjónustu og í vinnuumhverfi sínu til að bæta og efla þjónustu við íbúa og til að geta nýtt betur mannauð sinn.  Stafræn umbreyting er helsta verkfæri sveitarfélaga til að mæta þeim kröfum íbúa að auka og bæta þjónustu án þess að auka álögur á þá.

 

Á málþinginu verður sýnt fyrsta samstarfsverkefni sveitarfélaga inn á Ísland.is, umsókn um fjárhagsaðstoð og hvernig sveitarfélög geta tekið það upp og Stafrænt Ísland mun kynna vinnu við gerð vegvísis fyrir næstu umsóknarferla þar inn.

 

Farið verður yfir greiningu KPMG á skrifstofuhugbúnaðar umhverfi sveitarfélaga, en sveitarfélög völdu Microsoft leyfamál, einfaldari skjalamál og rafræn skil ein mikilvægustu verkefnin í samvinnu í stafrænni umbreytingu. Farið verður svo sérstaklega í stöðu þeirra verkefna.

 

Lagaumhverfið í stafrænni umbreytingu, persónuvernd og öryggismál er gríðarlega mikilvægur þáttur og munum við heyra m.a. í Reykjavíkurborg og Danmörku um þau mál og hvernig við getum passað okkur.

 

Að lokum verður farið yfir hvernig vefsíðan stafraen.sveitarfelog.is getur nýst sveitarfélögum.

 

Við förum þess á leit við ykkur að vinsamlegast senda upplýsingar um málþingið á ykkar starfsfólk og sveitarstjórnarfólk. Einnig værum við þakklát ef þið gætuð vakið  athygli á viðburðinum á ykkar vefsíðum eða innri vefum.

 

Dagskrá og skráning á málþingið = https://stafraen.sveitarfelog.is/malthing-juni-2022/