Starfsmaður í eldhús

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Starfsmaður í eldhús

Leikskólinn Undraland á Flúðum óskar eftir að ráða starfsmann í eldhús, um er að ræða afleysingu í júní mánuði 2021

Leikskólinn Undraland er þriggja deilda leikskóli og er staðsettur á Flúðum. Við skólann stunda rúmlega 40 börn nám. Við störfum eftir hugmyndafræði Reggio Emilia með útikennslu að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á þarfir barnanna til frjálsra leikja og getu þeirra til að skapa og upplifa. Náttúran og umhverfið sem við búum í eru nýtt til rannsókna og leikja.

Hæfni

Kennarar og starfsmenn leikskólans þurfa að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, sýna frumkvæði, sjálfstæði og hafa metnað fyrir starfi sínu. Vinna að uppeldi og menntun barnanna í samræmi við námskrá leikskólans og geta unnið í nánu samstarfi við stjórnendur leikskólans.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um hjá okkur.

 

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 480-6620.