Stíll 2012 og USSS 2013

Marta Jónsdóttir Nýjar fréttir

Undankeppni söngvakeppni Samfés á Suðurlandi (USSS2013) fór fram á Hótel Örk nú nýlega, þar kepptu fyrir hönd Zero þær Ninna Ýr Sigurðardóttir og Erla Ellertsdóttir. Voru það tíu félagsmiðstöðvar af Suðurlandi sem kepptu um þrjú sæti í úrslitakeppni Samfés og komust þær Erla og Ninna áfram. Hreppsnefnd Hrunamannahrepps óskar þeim öllum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.