Stóru Laxár ganga

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Stóru Laxár ganga.

Gönguferð verður farin niður með gljúfri Stóru-Laxár laugardaginn 14. ágúst, komið við í Hrunakrók og endað á Kaldbak.
Ógleymanleg ganga og náttúruskoðun undir fararstjórn Önnu Ásmundsdóttur.
Lagt er upp frá Félagsheimilinu á  Flúðum kl. 10.30 og keyrt inn í afrétt, gegn vægri greiðslu (2.000 kr.).
Áætlaður göngutími er 7-8 klst. Ferðin verður aðeins farin ef veður leyfir og er hámarksfjöldi 25 manns. 
Gangan  er skipulögð í samstarfi við menningar- ferða- og æskulýðsnefnd Hrunamannahrepps.

Skráning hjá Halldóru á fossari@simnet.is eða 892-1276 til 12. ágúst.