Stuðlabergsdrangur í Hrunaréttum

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Stuðlabergsdrangur var settur niður í Hrunaréttum í dag 28. 8 2010 sem er upphafið að byggingu nýrra rétta þar sem veggur almenningsins verður úr stuðlabergi frá Hrepphólum. Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna hefur yfirumsjón með uppbyggingu réttanna en í nánu samstarfi við Hrunamannahrepp sem fer með fjársýsluna við verkið. Magnús H. Loftsson Haukholtum er formaður félagsins, Esther Guðjónsdóttir á Sólheimum er ritari, Benedikt K. Ólafsson Auðsholti er gjaldkeri. Páll Jóhannsson Núpstúni og Ólafur Stefánsson Hrepphólum eru til vara. Þorsteinn Loftsson Haukholtum er yfirsmiður. Allir þessir aðilar starfa saman við umsjónina og geta veitt upplýsingar um málið.

rettarstopull 28.8.2010 002

Ljósm:SigSigm

rettarstopull 28.8.2010 004

Ljósm:SigSigm