Styrkir til menningarstarfa – auglýsing frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs

Árið 1994 ákváðu norsk stjórnvöld að leggja til árlegt framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs sem Haraldur V Noregskonungur kynnti í heimsókn sinni til Íslands vegna 50-ára afmælis íslenska lýðveldisins. Framlaginu skyldi ráðstafað í samráði íslenska menntamálaráðuneytisins og norska menningar- og kirkjumálaráðuneytisins. Hið árlega framlag er nú um 1.250.000 norskar krónur.

Lesið meira á heimasíðu Menntamálaráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Forsidugreinar/nr/5354

Styrkur til Noregsfarar

Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða á árinu 2010.

Samkvæmt skipulagsskrá fyrir sjóðinn er tilgangur hans ,,að auðvelda Íslendingum að ferðast til Noregs. Í þessu skyni skal veita viðurkenndum félögum, samtökum og skipulögðum hópum ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna, t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli“. Ekki eru veittir styrkir til þátttöku í fjölþjóðlegum mótum, þ.m.t. samnorrænum sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndum, og ekki er úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aðilum.

Lesið meira á heimasíðu Menntamálaráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Auglysingar/allar/nr/5347

Styrkir úr Grænlandssjóði

Stjórn Grænlandssjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2010.
Grænlandssjóður er starfræktur í samræmi við lög nr. 102/1980 til að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála, er eflt geta samskipti Grænlendinga og Íslendinga. Stjórnin leggur sérstaka áherslu á verkefni sem stuðla að gagnkvæmum samskiptum milli landanna.

Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til verkefna sem uppfylla framangreind skilyrði.

Lesið meira á heimasíðu Menntamálaráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Auglysingar/allar/nr/5348

 

Auglýsing frá barnamenningarsjóði

Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.

Umsóknir skulu berast mennta-og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 22. mars 2010. Umsóknareyðublöð fást hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is

Lesið meira á heimasíðu Menntamálaráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Auglysingar/allar/nr/5342