Suðurland já takk!

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Athygli er vakin á sýningunni „Suðurland já takk!“ n.k. laugardaginn 19. mars  í ráðhúsinu í Reykjavík

Þar fylkja sunnlendingar liði og kynna það sem efst er á baugi í fjórðungnum og tilgangur sýningarinnar er að auka vitund og vitneskju almennings um Suðurland og allt það sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Sýningin verður opin almenningi milli  klukkan 11 til 16 á laugardaginn.