Svæðisskipulag Suðurhálendis til umsagnar

evaadmin Nýjar fréttir

 

Erindi frá Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis þar sem greinargerð og umhverfisskýrsla Svæðisskipulags Suðurhálendis var kynnt í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 13. og 14. gr. laga um

umhverfismat áætlana og framkvæmda var tekið til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar 2023.

 

Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins.

Skipulagssvæðið nær yfir hálendissvæði níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þeirra taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu.

Viðfangsefni skipulagsvinnunnar er mótun framtíðarsýnar og stefnumörkun fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu.

 

Greinargerð til kynningar ásamt umhverfisskýrslu má finna á vef SASS, https://www.sass.is/sudurhalendi/   undir flipanum „Vinnslutillaga“. Fylgirit um landslagsgreiningu er undir samnefndum flipa.

 

Svæðisskipulagstillaga er nú kynningar hjá umsagnaraðilum og íbúum svæðisins og er óskað eftir því að umsögnum sé skilað á netfangið sudurhalendi@sass.is fyrir 12. febrúar 2023.

 

 

Mörk skipulagssvæðisins fylgja þjóðlendulínu og sveitarfélagamörkum.