Sýslumaðurinn býður upp óskilahross í Hrunaréttum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Óskilahesturolafur helgiÓskilahross verður boðið upp af sýslumanni Árnesinga, Ólafi Helga Kjartanssyni um kl. 12.30 í Hrunaréttum á föstudaginn. Hrossið hefur verið í orlofi í Bryðjuholti um tíma. Þetta er 6-10 vetra gamalt hross og enginn hefur eigandinn boðið sig fram þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Vekur það nokkrar grunsemdir um gæði og útlit hestsins. Það er ekki á hverjum degi sem hross er boðið upp í fjárréttum og vekur málið því óneitanlega nokkra athygli

Rétt er að vekja athygli á því að myndin af hrossinu tengist fréttinni ekki beint, hún er tekin af http://commons.wikimedia.org/ Myndin af Ólafi Helga er eftir Ómar Smára Kristinsson sjá: http://www.landmannalaugar.info/artwork/All101portret/

 

.