Kynning á fyrirhugðum aðgerðum vegna boðaðs niðurskurðar.

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

.

 

Eftir stutt brýningarávarp verður farið fylktu liði á bílum og langferðabílum til Reykjavíkur. Komið verður við í Hveragerði og þátttakendur teknir upp þar. Einnig verða rútuferðir frá fleiri stöðum ef næg þátttaka verður.

Fargjald með rútu frá H.Su að Alþingishúsi og til baka aftur kostar kr. 500 –

Gert er ráð fyrir að nýta útvarpsauglýsingar og fréttatilkynningar til að vekja athygli landsmanna og valdhafa á þeim vanda sem íbúar á Suðurlandi standa frammi fyrir. Gert er ráð fyrir að safna saman styrktarfé frá fyrirtækjum og félagasamtökum á Suðurlandi.

Ætlunin er að auglýsingar verði lesnar upp a.m.k. í þremur auglýsingatímum á „besta“ tíma 10. og 11. nóvember.

Samstöðuhópurinn sér um að semja grípandi slagorð og senda inn á Ríkisútvarp. Ætlunin er að semja um afslátt vegna fjölda auglýsinga. RÚV mun svo senda reikning á viðkomandi fyrirtæki samkvæmt upplýsingum frá samstöðuhópi. Framlög eru frjáls en miðað hefur verið við kr. 5.000 – til kr. 30.000 – Undirtektir hafa verið mjög góða hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum.

Endilega komið tillögum að góðum slagorðum sem fyrst á eftirfarandi netföng:

adalheidur@hsu.is

alda@sudurland.is

foss@foss.bsrb.is

hugrun@vms.is

kjartan.olafson@yutongeruobus.com

thor@midja.is