
Ljósmynd: Áslaug Bjarnad.
Í Hrunamannahreppi búa um 800 manns. Flúðir er þéttbýliskjarni þar sem leik- og grunnskóli, sundlaug, íþróttahús, félagsheimili, bókasafn og fleiri þjónustufyrirtæki eru til húsa. Sveitarfélagið leggur áherslu á að veita íbúum sínum, fyrirtækjum sem og öllum þeim sem til þess leitar eins góða þjónustu og mögulegt er.
Hér vinstra megin á síðunni má finna nánari upplýsingar um þá þjónustu sem Hrunamannahreppur veitir en jafnframt er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið hruni@fludir.is