Þjónustufulltrúi Seyruverkefnis – Sveitarfélögin Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Flóahreppur og Ásahreppur

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Þjónustufulltrúi seyruverkefnis – auglýsing

Sveitarfélögin Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Flóahreppur og Ásahreppur leita að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi til starfa fyrir sveitarfélögin sem þjónustufulltrúi seyruverkefnis sveitarfélaganna. Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaganna, Landgræðslunnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og reka sveitarfélögin móttökustöð fyrir seyru á Flúðum og annast hreinsun rotþróa í sveitarfélögunum. Viðkomandi þarf að vera mjög fær í mannlegum samskiptum, tilbúinn að fást við ólík verkefni, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum. Skipulag vinnutíma tekur mið af því að hreinsun á seyru fer fram á tímabilinu frá maí til október ár hvert.