Tilkynning frá Mílu, 22. maí næstkomandi.

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Míla er að vinna við flutning á símstöðinni á Flúðum í nýja hýsingu 22. maí n.k.

Þetta hefur áhrif á alla fjarskiptaþjónustu á Flúðum í allt að 4 klst frá miðnætti þ.e. 00.00-08.00

Vinna við símstöðina á Flúðum

Grunnkerfi Mílu hafa skipulagt vinnu við flutning á símstöð og búnað milli húsa á Flúðum, þarf því að tengja sambönd í nýja hýsingu. Eftirfarandi þjónusta mun rofna í allt að 4 klst. á meðan vinnu stendur:
Farsími (3G): Flúðir.
Farsími (3G/4G): Högnastaðaás.
Talsími: Flúðir, Geysir.
Internet og sjónvarp (ISAM): Flúðir, Skálholt.

Athygli er vakin á að Farsímasamband á Langholtsfjalli (2G/3G/4G) verður ekki fyrir áhrifum en sá sendir nær að þjóna þéttbýlinu á Flúðum.

Fyrir utan þetta verður rof á þjónustu einstaklinga og fyrirtækja á Flúðum í allt að 8 klst. þessa sömu nótt