Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Hrunamannahrepps 2019

Umhverfisnefnd óskar eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Hrunamannahrepps fyrir árið 2019. Hægt er að tilnefna einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og félagastarfsemi fyrir störf í þágu umhverfis í nær eða fjærumhverfi. Tilnefningar ásamt smá rökstuðningi óskast sendar á netfangið umhverfisnefnd@fludir.is fyrir 1. maí 2019. Einnig er hægt að koma tilnefningum til skrifstofu Hrunamannahrepps. Umhverfisverðlaunin verða afhent 17. júní.

Umhverfisnefnd Hrunamannahrepps