Tjaldsvæði

Tjaldmiðstöðin Ferðaþjónusta

tjald

 

Gjaldskrá 2012

2009 tók Tjaldmiðstöðin á Flúðum í notkun nýtt og glæsilegt tjaldsvæði og var aðsókn framar vonum, enda Flúðir ekki nema rúmlega 100 km. fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Svæðið er einkar vel staðsett á fallegum stað við Litlu Laxá. Nokkur hundruð metra frá gamla tjaldstæðinu en allt margfalt stærra og fullkomnara. Tjaldstæðið er eitt nýjasta og frumlegasta tjaldstæði landsins og við erum stöðugt að koma með fleiri nýjungar. Tveir fótboltavellir eru á svæðinu, og tveir blakvellir, svo eitthvað sé nefnt. Fyrri húsbíla ( bæði einstaklinga og hópa) er búið að gera sérstök stæði í brekkunum, með góðu útsýni yfir næsta nágrenni. Eru þessi stæði á þéttum mel sem búið er að græða upp. Vatn og rafmagn er á stæðunum.

 

tjald

Á tjaldstæðinu eru nokkrar þjónustubyggingar með salernisaðstöðu og sturtum. Þvottavél og þurrkari eru á svæðinu. Í Tjaldmiðstöðinni (rautt hús upp á hæðinni) er seldur ís úr kistu, sælgæti og gos. Í Tjaldmiðstöðinni er hægt að nálgast alla helstu kynningabæklinga, er varða ferðaþjónustu á Suðurlandi. Þráðlaust internet er á svæðinu, stór útigrill, leiksvæði ofl. Rafmagn er á svæðinu fyrir 180 stæði.

Starfsfólk Tjaldmiðstöðvarinnar leggur sig fram um að mæta kröfum ykkar og óskum eftir bestu getu. Ef þið hafið einhverja spurningar eða óskir, endilega sendið okkur tölvupóst eða hafið samband símleiðis í síma 618-5005.

 Opnunartími:

Frá 1.Maí- 15 ágúst. Er opið 08:00-23:00. Mánudag- Fimmtudags. En 08:00-08:00 frá Föstudegi til Sunnudags.

Frá 15 Ágúst til 1. Maí. Er takmarkaður opnunartími, og er bent á símanúmer tjaldvarðar. 618-5005.

 

Á Flúðum og nágrenni ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.  Fallegt umhverfi mild veðrátta og jákvætt viðmót heimamanna gerir Flúðir að vinsælum áningarstað sem innlendir og erlendir ferðmenn heimsækja aftur og aftur.  Fjölbreytt afþreying er í boði;

  • Sund
  • Sparkvellir
  • Tveir golfvellir
  • Hestaleiga
  • Pöbbinn Útlaginn með lifandi tónlist og uppákomur
  • Bændamarkaður
  • Gallerý Garðakúnst, gallerý skógasel
  • Fallegar gönguleiðir á fjöll og fell og stutt í þekktar náttúruperlur Suðurlands.
  • Frábær sundlaug.

tjald2

Gjaldskrá 2012 fyrir föst hjólhýsastæði.

Sumartími

Greitt er fast fermetragjald fyrir fyrsta mánuðinn á sumartíma kr. 560kr./m2 en að öðru leiti er dvölin dvalargestum að kostnaðarlausu á tímabilinu 1. maí – 30 september.

Vetrarartími

Greitt er fast gjald fyrir fyrsta mánuðinn á vetrartíma kr. 29500 auk 7% virðisaukaskatts en að öðru leiti er dvölin dvalargestum að kostnaðarlausu á tímabilinu 1. okt. – 30 apr.

Annað

Mælaleiga vegna rafmagnssölu til langtímagesta er 5.657 kr. á ári auk 25.5% vsk.

Verða á rafmangi er skv. gjaldskrá Orkuveitunnar hverju sinni auk 50% álags.

 

Eftirlitsgjald á vetrartíma er kr. 2.100 kr. p/ mánuði, þetta er skyldugjald sem greiða verður af hverju stæði sem er í notkun yfir vetrartímann. Eftirlit með stæðum yfir vetrartímann er hluti af kröfum sveitafélagsins fyrir því að vetrarstæði séu leyfð.

 

Verðskrá fyrir almenn stæð 2012:

1100 krónur nóttin á einstakling 16 ára og eldri.

500 krónur fyrir 12-16 ára.

Frítt fyrir 12 ára og yngi.

Rafmagn 600. Kr Sólarhringurinn.

Hópar/ættarmót – Eftir samkomulagi

.

Umgengnisreglur

1.      Heimilt er að aka farangri inn á tjaldsvæðið, en strax að því loknu skal bifreiðin færð á bílastæði. Það sama gildir um brottför, þá er heimilt að fara inn á svæðið til að sækja farangur.

a.       Ath. að láta bílinn ekki standa lengi á grasinu.

b.      Húsbílar eru undanþegnir liða 1.a

c.      Allur akstur fjórhjóla og mótorhjóla er óheimill á svæðinu nema aka til og frá svæðinu.

2.      Milli kl. 23:30 og 9:00 er með öllu óheimilt að aka um tjaldsvæðið, nema í neyðartilfellum, eða með samþykki tjaldvarðar.

3.      Næturfriður skal vera kominn á um miðnætti

4.      Ölvun á almannafæri er með öllu óheimil á tjaldsvæðinu og við og í tjaldmiðstöð.

5.      Lausaganga hunda er með öllu óheimil.

6.      Öllu rusli skal komið í þar til gerð ílát eða gám við tjaldmiðstöð eða salernisaðstöðu.

tjald3

 

Brot á þessum reglum getur varðað brottvísun af svæðinu

Nokkur símanúmer

Ø  Tjaldmiðstöðin………………………………………………………….486-6161

Ø  Tjaldvörður………………………………………………………………618-5005

Ø  Neyðarlínan………………………………………………………………1-1-2

Ø  Vaktsími læknis…………………………………………………………892-8804

Ø  Lögreglan…………………………………………………………………480-1010

Ø  Flúðasundlaug…………………………………………………………..486-6790

Ø  Grund – Veitingastaður……………………………………………….552-6962

Ø  Útlaginn…………………………………………………………………..486-6425

Ø  Kaffi Sel – Selsvöllur………………………………………………….486-6454

Ø  Golfvöllur Ásatúns…………………………………………………….486-6601

Ø  Hestaleigan Syðra Langholti………………………………………..486-6574

 

Tjaldsvi

Ábyrgð

Börn er ávalt á ábrygð foreldra á tjaldsvæðinu.

Ø  Bílar eru á ábyrgð eigenda.

Ø  Ekki er tekin ábyrgð á týndum eða skemmdum munum.

Ø  Gestir eru eindregið hvattir til að kynna sér hverju þeir eru tryggðir fyrir og hvað tryggingar gilda þegar tjón verður á eigum þeirra, vegna þriðja aðila.

 

Með von um að sjá ykkur í sumar

Fyrir hönd Tjaldmiðstöðvarinnar á Flúðum

Sigurjón Bergsson

Sími: 618-5005

Netfang: tjaldmidstod@fludir.is

Heimasíða:  tjaldmidstod.is