Traktorstorfæra

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Traktorstorfæran á Flúðum

Hin árlega traktorstorfæra verður haldin á Flúðum,laugardaginn 31.júlí kl 14:00, við reiðhöllina.

Björgunarfélagið Eyvindur sér um framkvæmd keppninnar.

Keppt verður um Jötunnvélabikarinn og fjölda annarra verðlauna.

Tekið við skráningu keppenda á  bfeyvindur@simnet.is

Enginn aðgangseyrir er á keppnina en söfnunarbaukar verða á staðnum sem taka við frjálsum framlögum.

Hvetjum sem flesta til að koma og horfa á þessa einstöku torfæru.

Björgunarfélagið Eyvindur.