Þúsundir gesta gæddu sér á góðgætinu og hlustuðu á dagskrá Bylgjunnar í einstakri blíðu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Nýja tjaldstæðið var meira en fullt og þurftu gestir að tjalda við íþróttahúsið, því enginn vildi missa af skemmtuninni. Á kvöldin skemmtu fjölmargir sér á Útlaganum en þar komu m.a. fram á laugardagskvöldinu Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson og á föstudagskvöldinu hljómsveitin Á móti sól.