Um fjallaskilamál í Hrunamannahreppi 2011.

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

 

Fjallmenn komi farangri sínum á viðkomandi trússara:

Suðurleit til Emils á Grafarbakka og norðurleit til Eiríks á Grafarbakka.

Ætlast er til að skrínur, pokar og töskur verði vel merktar.

 

Hrunaréttir hefjast kl. 10.00 föstudaginn 16. september 2011.

 

Eftirsafn leggur af stað Þriðjudaginn 27. september.

 

Hér með er auglýst eftir gulum vestum sem fjallmenn hafa notað og þeir beðnir að koma vestunum á Hreppskrifstofuna fyrir fjallferð svo fara megi yfir hvort kaupa þarf fleiri.

 

í Skaftholtsréttir fer Sigurður H Jónsson, í Skeiðaréttir fara Haraldur og Hanna Hrafnkellsstöðum og í Tungnaréttir fer Þorsteinn Loftsson. Þessir aðilar skrifa upp ásamt réttarstjórum viðkomandi rétta það fé sem er úr Hrunamannahrepp.

 

Tekið skal fram að hross eru ekki leyfð í dilkum í réttum þetta árið, þau hross sem koma á fimmtudagskvöld séu geymd á Launfit og á réttardaginn verður búið að setja upp girðingu við réttirnar fyrir hross sem koma þann daginn. Óskað er eftir að hundar gangi ekki lausir á réttardaginn.

 

 

                                 Landbúnaðarnefnd Hrunamannahrepps

                                       Þorsteinn, Bjarni Valur, Jón Viðar.


Leitarskipan 2011