Umhverfisverðlaun Hrunamannahrepps

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Á 17.júní hátíðarhöldunum voru afhent umhverfisverðlaun Hrunamannahrepps. Það er umhverfisnefnd Hrunamannhrepps sem sér um tilnefninguna. Í ár voru það Nína Faryna og Yaroslav Krayduba sem fengu verðlaun fyrir garðinn sinn og umhverfi við húsið sitt í Ásastíg 12 b. Hér er greinagerð sem frá umhverfisnefnd sem fylgdi verðlaununum.

Garðurinn ber þess merki að það sé vel hugsað um hann. Glæsileg aðkoma er að húsinu og öll tré formuð á fallegan og stílhreinan hátt. Hellulagt bílastæði er við inngangin og stuðlabergs súlur í lögninni. Innan limgerðis fyrir framan húsið er falleg grasflöt sem teygir sig bak við hús en þar er afgirt svæði sem flokka mætti sem leiksvæði. Utan í grindverkinu er búið að planta plöntum inn í skot sem eru í hönnun grindverksins. Inn í afgirta svæðinu er falleg grasflöt með gróðri í.
Það sést vel á garðinum að honum er vel sinnt og mikill metnaður lagður í að hafa fallegt umhverfi.

Á myndinni eru Nina og Slavik með verðlaunin en þau eru mynd eftir listakonuna Grétu Gísladóttur.

Við óskum þeim hjónum innilega til hamingju með verðlaunin sem þau eiga svo sannarlega skilið.Mynd frá Hrunamannahreppur.