Umsjón fjallaskála á Hrunamannaafrétti

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Auglýst er eftir áhugasömum aðila til að taka að sér umsjón og rekstur fjallaskálanna á Hrunamannaafrétti. Í því felst að sjá um útleigu húsanna, markaðssetningu, viðhald og rekstur auk heysölu og fær viðkomandi þær tekjur, sem inn koma. Útleigutími húsanna er frá 1. júní til 1. september. Umsóknarfrestur er til 15. janúar nk og skal umsóknum skilað á Skrifstofu Hrunamannahrepps.

Allar nánari upplýsingar er að fá hjá sveitarstjóra í síma 480-6600, netfang: jon@fludir.is