Ungmennaráð Hrunamannahrepps

Marta Jónsdóttir Nýjar fréttir

Á fyrsta fundi var skipað í embætti og skiptast þau svona Rúnar Guðjónsson formaður, Hrafnhildur Sædís Benediktsdóttir ritari, Sigríður Helga Steingrímsdóttir varaformaður.
Helstu markmið og hlutverk ungmennaráðs eru :

1. Að koma skoðunum og tillögum ungs fólks til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins,
2. Að gæta hagsmuna ungs fólks t.d með umfjöllun og umsögnum um einstök mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega
3. Að fulltrúar ráðsins þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum og læri á stjórnkerfi sveitarfélagsins,
4. Að vera ráðgefandi um framtíðarsýn í rekstri félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins,
5. Að efla tengsl nemenda framhaldssskóla í Árnessýslu og sveitarstjórnar með því að standa fyrir umræðu innan vettvangs nemenda framhaldsskólanna um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk
6. Að efla tengsl nemenda grunnskóla sveitarfélagsins og sveitarstjórnar með því að standa fyrir umræðu innan vettvangs nemenda grunnskólans um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk
7. Að gera tillögur til sveitarstjórnar um stefnumörkun um málefni ungs fólks.

Sveitarstjórn óskar nýju ungmennaráði velfarnaðar í sínum störfum.