Uppgræðsluferð Landgræðslufélags Hrunamanna

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hin árlega uppgræðsluferð Landgræðslufélags Hrunamanna, í afréttinn, verður farin föstudaginn 26. júní 2015.
Mæting er við afréttarhliðið kl. 10.00. Þar verður verkefnum úthlutað. Þeir sem ekki komast fyrr en um hádegi eru velkomnir þá.
Dreifa á áburði og fræi.  Dreift verður með dráttarvélum og handsáð.
Hvetjum allt áhugafólk um landgræðslu til að mæta og leggja góðu málefni lið.
Grillveisla og léttar veitingar verða fyrir þátttakendur að verki loknu í Svínárnesi ef við komumst þangað en annars á góðum stað í guðsgrænni náttúrinni. 
 
Óvíst er hvort færð leyfi að farið verði inn fyrir Merarskeið og í Svínárnes en það verður þá gerð sérferð seinna til að klára að bera á þar.
Ef einhvern vantar far innúr má hafa samband við stjórnarmenn.
Skráning á fólki og tækjum í ferðina hjá stjórnarmönnum:
Esther 8658761,  Sigurður H. 8664219,  Samúel 8641758, Eiríkur 8928876,  Jóhanna B. 8494961.