Upplýsingar fyrir vef Hrunamannahrepps

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Eins og fram hefur komið hrundi vefurinn okkar sl. vor en síðan þá hefur staðið yfir vinna við að gera nýjan vef fyrir hreppinn. Markmiðið er að vefurinn verði upplýsingaveita fyrir íbúana, bæði hvað varðar starfsemi sveitarfélagsins en veiti einnig upplýsingar um aðra starfsemi. Til að svo megi verða er æskilegt að sem flestir leggi hönd á plóginn. Þessa dagana stendur yfir vinna við tenglasafnið og þjónustusíður. Þar er meiningin að hafa upplýsingar og tengla á öll fyrirtæki, stofnanir og félög í hreppnum. Formenn félaga og forsvarsmenn fyrirtækja eru því hvattir til að senda okkur upplýsingar á netfangið isolfur@fludir.is og einnig til að leiðrétta þær upplýsingar sem eru á vefnum en eru ekki réttar.