Upplýsingar vegna Covid smita fimmtudagskvöldið 29. apríl

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Upplýsingar vegna Covid smita fimmtudagskvöldið  29. apríl.

 

Í ljósi þess að einn nemandi í 1.bekk Flúðaskóla hefur greinst með Covid 19, auk þeirra tveggja smita sem við vitum um hér í samfélaginu, hefur verið tekin ákvörðun í varúðarskyni að fara í harðar aðgerðir nú fram yfir helgi.  Við vonum að með því  náum við að brjóta smitkeðju sem gæti verði í gangi í samfélaginu.


Þetta eru aðgerðirnar sem farið verður í núna og taka gildi í fyrramálið föstudaginn 30.apríl.  Aðgerðirnar eru unnar í samvinnu við smitrakningarteymi Almannavarna.

 

  • Grunnskólinn verður lokaður föstudag og mánudag en á mánudeginum er starfsdagur. Nánari upplýsingar varðandi fyrir þær fjölskyldur sem þurfa að fara í sóttkví koma frá smitrakningarteymin og aðrar upplýsingar til foreldra frá skólanum.
  • Leikskólinn verður lokaður föstudag. Leikskólinn sendir út nánari upplýsingar til foreldra og einnig bendum við á heimasíðu leikskólans, undraland.is .
  • Sundlaug, íþróttahús og tækjasalur verða lokuð föstudag,laugardag og sunnudag.

Gert er ráð fyrir að starfsemi stofnananna, nema Flúðaskóla, verði með venjubundnum hætti á mánudaginn nema ef staðan breytist um helgina.

Það er ljóst að þessar aðgerðir munu hafa töluverð áhrif á alla íbúa og biðjum við alla að taka þeim vel enda gerðar með það í huga að ná sem fyrst tökum á ástandinu og koma í veg fyrir að smit nái að dreifa sér frekar í samfélaginu.

Við hvetjum alla  til að nýta helgina í að vera heima við og hitta sem fæsta .
Ef einhver einkenni koma fram þarf að fara í skimun.
Við vonum að við náum í sameiningu að stoppa smitin og kveða veiruna niður á sem styðstum tíma.

Minnum á góðar upplýsingar inn á covid.is og heilsuvera.is en þar er einnig hægt að fá netspjall við hjúkrunarfræðing ef einhverjar spurningar vakna.

Við óskum ykkur öllum góðrar helgi og þeim sem veikir eru góðs bata.