Uppskeruhátíð í Hrunamannahreppi 1. september

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Matarkistan Hrunamannahreppur Uppskeruhátíð laugardaginn 1. september 2018 Dagskrá: Hrunakirkja Uppskerumessa í Hrunakirkju kl. 11:00 á laugardag. Leikir og grill eftir messu. Allir velkomnir. Félagsheimilið á Flúðum. Matarkistan markaður kl. 12:00-17:00 Matvæli úr sveitinni. Ferskt grænmeti og góðgæti beint frá býli, Kjöt frá koti, kræsingar í krukkum, bakkelsi, handverk o.fl. Kvenfélagið með vöfflukaffi og kleinusölu í veitingastofu. Bjarkarhlíð Flúðum opið hús og garður Anna Magnúsdóttir handverkskona býður gesti velkomna heim í vinnustofu sína kl.13:00-17:00 Leikur að List Handverkshús og dúkkusýning, Laugarlandi, Flúðum. kl. 12:00-17:00 Gestum boðið að þiggja kaffi, rabbabaradjús og hjónabandssælu. Rabbi rósabóndi verður með tilboð á rósabúntum og steinselju. Samansafnið Sólheimum Hrunamannahreppi Opið 12:00-17.00, 1. og 2. september. Minjasafn, gamlir bílar. Til sölu heimagert bakkelsi, konfekt, broddur, ullarvörur og fl. Aðgangur 1000 kr. frítt fyrir börn. 6,5 km frá Flúðum Markavöllur Fótboltagolf 18 holur, opið frá  kl.13:00-16:00 Völlurinn er 4 km sunnan við Flúðir við veg nr 30. Litla Melabúðin Flúðum Opið 12:00-18:00 á uppskerudaginn. Fjölbreytt úrval af fersku grænmeti, kjöt frá koti og alls kyns góðgæti beint frá býli. Veitingahúsið Flúðum, Kaffi Grund Vaffla með rjóma og kakó/kaffi á kr. 1.500 milli kl.13:00 og 17:00. Hótel Flúðir Happy hour kl.14:00-17:00, 0.5 bjór kr.700 rautt/hvítt glas kr. 800, í notalegu umhverfi bæði inni og úti ef veður leyfir. Tilboð kvöldsins ekki af verri endanum. Rjómalöguð Blómkálssúpa ,, Glænýtt Flúða-blómkál beint frá bónda, BBQ svínarif með brakandi fersku Flúða-salati og kartöflum kr. 4500.- per mann. Borðapantanir í síma 486-6630 Efra-Sel  Golfvöllurinn „Opna íslenska grænmetismótið“ punktakeppni með fullri forgjöf (36) Keppt er í fjórum flokkum; karla, kvenna og barna (14 ára og yngri-18 holur) og barnaflokkur (12 ára og yngri-9 holur) Mótsgjald aðeins 3.500 kr./fullorðna og frítt fyrir þátttakendur í barnaflokkum. Skráning og upplýsingar á www.golf.is og 486-6454 eða gf@kaffisel.is Ath. Skráning í barnaflokk (12 ára og yngri) í síma og netpósti Sölufélag garðyrkjumanna er aðalstyrktaraðili mótsins www.islenskt.is Kaffi-Sel, veitingastaður. Flottur matseðill, hráefni úr héraði, vegan réttir, salöt, súpur, „gourmet“ hamborgarar og okkar rómuðu pizzur. Þessi helgi er síðasta helgin í sumar þar sem boðið er upp á Dögurðinn (Brunch), milli kl. 11 og 14. Opið til kl. 21:30 alla helgina, www.kaffisel.is s.486 6454 Gréta Gísladóttir listakona er með málverk til sýnis í golfskálanum á Efra-Seli,  olíu og acryl verk. Allir velkomnir meðan veitingastaðurinn er opinn Flúðasveppir Farmers Bistro opið kl. 12:00 til 17:00 Við bjóðum upp á kynningu í um 20 mín. á ræktun Flúða-Jörfa og Flúðasveppa og innlit í sveppaklefa kl. 12:00, 13:00, 14:00 og 15:00. Mæta í anddyri Farmers Bistro. Sælkerahlaðborðið okkar sem slegið hefur í gegn er á 2.390 kr. Sveppasúpa með hvítum matarsveppum, kastaníusveppum og portobello. Heimabökuð hvítlauksbrauð, súrdeigsbrauð og byggbrauð. Papriku/chilli sulta, paprikusalsa, papriku/sveppa tapenade, marineraðir sveppir, sveppasmjör, hvítlauks/basilsmjör og smjör. Minilik Eþíopískt veitingahús á Flúðum Opið kl.14:00-21:00 Litla Húsið, Suðurbrún 7, Flúðum Markaður með gamla fallega muni. Opið frá kl. 12.00 til 17.00 Verslunin Samkaup- Strax Opið kl.10:00-19:00 og ýmis tilboð í gangi. Sundlaugin Flúðum opin kl.13:00-18:00 Frisbígolfvöllur í Lækjargarðinum á Flúðum, góð skemmtun. www.fludir.is og www.sveitir.is