Handverk frá Helgu í Bryðjuholti.
Uppskeruhátíðin Matarkistan hófst í morgun í blíðskaparveðri með messu í Hruna sem var fjölsótt. Kirkjan var fallega skreytt með gróðri jarðar. Margir listamenn hafa opnað vinnustofur sínar og í félagsheimilinu er bændamarkaður. Þar var mikið fjölmenni sem fékk að smakka ýmsar bændaafurðir og kvenfélagið bauð uppá kaffi og nýbakaðar pönnukökur. Á markaðnum mátti einnig gera góð kaup, þar var nánast hægt að kaupa allt sem hugurinn girnist, matvörur, handverk og margt, margt fleira.
Á hótelinu er boðið uppá ljúffenga grænmetissúpu og þeir sem fara í Flúðasveppi geta fengið einn kaldan í boði hússins. Betur verður sagt frá hátíðinni síðar en nálgast má myndir frá hátíðinni hér. Skoða myndir