Uppskeruhátíð

Marta Jónsdóttir Nýjar fréttir

Í tengslum við Uppskeruhátíðina þann 8. september nk. verður haldinn markaður í Félagsheimili Hrunamanna eins og síðastliðin ár og gefst íbúum þar kostur á að selja sína framleiðslu, eins og matvæli og handverk úr heimabyggð. Þeir sem vilja panta borð er bent á að hafa samband við Bjarneyju, s: 895-8978 eða Hörpu s: 864-4482 eða email: bjaben@simnet.is. Vægt borðgjald verður innheimt eða 1000 kr. á borð.