Uppsveitabrosið 10 ára

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir


“Uppsveitabrosið” er viðurkenning sem veitt er árlega einstaklingi eða fyrirtæki. 
Bros frá Uppsveitunum til þeirra sem hafa lagt ferðaþjónustunni á svæðinu lið á jákvæðan uppbyggilegan hátt og stuðlað að samvinnu.  Markmiðið er að senda út jákvæð skilaboð og vekja athygli á því sem vel er gert.  Hugmyndin að “Uppsveitabrosinu“ kviknaði í stefnumótunarvinnu sem fram fór 2003og hefur verið afhent árlega síðan. Þetta er því í tíunda sinn sem Uppsveitirnar senda þetta sérstaka bros frá sér.
Brosið er óáþreifanlegt, en því fylgir ávallt hlutur sem handverks- eða listamaður í Uppsveitunum býr til hverju sinni. Í ár var það ljósmynd „Sólstafir“ eftir Ívar Sæland ljósmyndara frá Espiflöt.

Oddvitanefnd Uppsveita Árnessýslu ásamt ferðamálafulltrúa sveitarfélaganna fóru í heimsókn til Sambands íslenskra sveitarfélaga, áttu þar góða stund og samræður ásamt því að afhenda brosið.

Brosandi frá vinstri: Skafti Bjarnason oddviti Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Ragnar Magnússon oddviti Hrunamannahreppi, Guðjón Bragason Uppsveitabroshafi, Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, Gunnar Þorgeirsson oddviti Grímsnes og Grafningshreppi, Drífa Kristjánsdóttir oddviti Bláskógabyggð, Kristófer Tómasson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Karl Björnsson framkvæmdastjóri og Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Sambandsins.

Skafti oddviti smellti fram vísu í tilefni dagsins:
Frá þingi er lengi laga von

Lítt við skiljum – nokkur.

Gott er að Guðjón Bragason

Getur bjargað okkur.