Uppsveitahringurinn – 2012

Marta Jónsdóttir Nýjar fréttir

Tímasetningar

Kl. 10.30 – Skemmtihjólreiðahópurinn leggur af stað frá Flúðum.

Kl. 12.00 – Keppnishjólreiðahópurinn leggur af stað frá Flúðum.

Kl. 12.00 – Hlauparar leggja af stað frá Reykholti.

Kl. 14.00 – Verðlaunaafhending á Flúðum.

 

Skráning

Skráning er á www.hlaup.is en skráningarfrestur er til fimmtudagsins 6. september. Skráningargjald er 2000 kr. Einnig verður hægt að skrá sig þann tíma sem keppnisgögnin verða afhent en þá kostar skráningin 3000 kr. Frítt verður í sund fyrir keppendur í sundlaugarnar á Flúðum og í Reykholti. Allir keppendur fá bol sem merktur er hlaupinu.

 

Verðlaun

Allir keppendur í Uppsveitahringnum fá verðlaunapeninga, en veitt verði sérstök verðlaun fyrir 3 efstu sætin í karla- og kvennaflokkum.

 

Keppnisgögn

Keppendur geta nálgast keppnisnúmer og keppnisgögn milli kl. 14:00-18:00 föstudaginn 7. september í Íþróttamiðstöðinni í Reykholti. Þá er einnig hægt að nálgast keppnisgögnin milli kl. 9:00-11:00 að morgni keppnisdags. Hægt að skrá sig í keppnina á þessum tíma en þá kostar skráningin 3000 kr.

 

Gæsla

Gæsla verður í höndum björgunarsveitanna í Uppsveitunum.

 

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá tengiliðum hlaupsins í síma: 661-5935 og 898-1552