Uppsveitarbrosið

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Samvinna Uppsveitanna við Fornleifavernd ríkisins hefur verið til mikillar fyrirmyndar um árabil og var það sérstakt fagnaðarefni að fá minjavörð á Suðurland.   Ferðaþjónusta, menning, saga og fornminjar tengjast órjúfanlegum böndum og þess vegna er mjög mikilvægt að gott samstarf sé milli faggreina.   Það hefur verið ánægjulegt að vinna með starfsfólki Fornleifaverndarinnar og Minjaverði Suðurlands að uppbyggingu og verkefnum í Uppsveitum Árnessýslu.

Spennandi tímar eru einnig framundan einkum í Þjórsárdal þar sem hugmyndasamkeppni um heildarmynd minjasvæðisins í Þjórsárdal hlaut nýlega styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Uppsveitabrosinu sem er óáþreyfanlegt fylgir alltaf hlutur unninn af listamanni í Uppsveitunum og að þessu sinni er það krítarteikning eftir myndlistarkonuna Sigulínu Kristinsdóttur sem á galleríið „Myndlist í hesthúsi“ í Reykholti í Biskupstungum.

„Uppsveitabrosið“ er viðurkenning sem veitt er árlega einstaklingi eða fyrirtæki. Bros frá Uppsveitunum til þeirra sem hafa lagt ferðaþjónustunni á svæðinu lið á jákvæðan uppbyggilegan hátt og stuðlað að samvinnu.

Markmiðið er að senda út jákvæð skilaboð og vekja athygli á því sem vel er gert.